Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 13. nóvember 2021 13:30
Aksentije Milisic
Norwich vill fá Dean Smith í stjórastólinn
Mynd: EPA
Norwich City er búið að bjóða Dean Smith að taka við liðinu en hann var rekinn frá Aston Villa fyrir einungis sex dögum síðan.

Norwich rak Daniel Farke um síðustu helgi eða aðeins klukkustundum eftir sigurleikinn gegn Brentford. Það var fyrsti sigur Norwich á þessu tímabili.

Allt virðist nú stefna í að hinn fimmtugi Dean Smith muni strax aftur koma í slaginn í ensku úrvalsdeildinni og er búist við því að tilkynning muni koma fljótlega frá Norwich.

Talið er að Craig Shakespeare, fyrrverandi stjóri Leicester City, verði Smith til halds og traust sem aðstoðarþjálfari.

Frank Lampard var í gær sagður hafa neitað tilboði frá Norwich og því horfðu Kanarífuglanir til Dean Smith í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner