Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mið 13. nóvember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Patrick van Aanholt til Rotterdam (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski bakvörðurinn Patrick van Aanholt er búinn að skrifa undir samning við Sparta Rotterdam í heimalandinu, eftir að hafa leikið á láni hjá PSV Eindhoven á síðustu leiktíð.

Van Aanholt er 34 ára gamall en hann hóf atvinnumannaferilinn sinn hjá Chelsea og hefur meðal annars spilað fyrir Sunderland, Crystal Palace og Galatasaray á ferlinum.

Hann þótti gífurlega mikið efni á sínum yngri árum og var algjör lykilmaður upp yngri landslið Hollands en spilaði þó ekki nema 19 leiki fyrir A-landsliðið.

Sparta Rotterdam leikur í efstu deild hollenska boltans en er í fallbaráttu á upphafi tímabils, með 11 stig eftir 12 umferðir. Van Aanholt mun eflaust reynast mikilvægur liðsstyrkur fyrir komandi átök.


Athugasemdir
banner
banner