Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn: Sýndum gæðamuninn
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson mætti aftur til Danmerkur í gær og var hluti af liði Real Sociedad sem lagði Midtjylland á útivelli í Evrópudeildinni.

Þetta var fyrri leikur liðanna í umspilinu en hann endaði með 1-2 sigri Sociedad.

„Mér fannst við sýna gæðamuninn í leik okkar og hvernig við kláruðum færin," sagði Orri eftir leikinn.

„Það var gaman að sjá. Við fengum vítaspyrnuna og börðumst svo til að landa sigrinum."

Orri lék áður í Danmörku með FC Kaupmannahöfn en hann var keyptur til Sociedad síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner