Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona er 18-0 og ætlar að steypa Söru og stöllum af stóli
Barcelona hefur unnið alla 18 leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni og er með markatöluna 90-3.
Barcelona hefur unnið alla 18 leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni og er með markatöluna 90-3.
Mynd: Getty Images
Vicky Losada.
Vicky Losada.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í fyrra.
Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í fyrra.
Mynd: Getty images
Á Spáni er kvennalið Barcelona að eiga ótrúlegt tímabil. Börsungar eru á toppnum eftir 18 leiki. Þær eru búnar að vinna alla leiki sína, skora 90 mörk og fá á sig þrjú mörk.

„Já, 90. Og já, þrjú. Viltu ofurlið í Barcelona, lið sem er fullt af stjörnuleikmönnum sem heita ekki Lionel Messi og er enn í Meistaradeildinni? Þetta er liðið," skrifar Sid Lowe í grein sinni fyrir ESPN.

Lowe ræddi við Vicky Losada, fyrirliði Börsunga, um árangurinn. Losada byrjaði að spila með Barcelona þegar hún var 15 ára. Á fyrsta tímabili hennar með aðalliði félagsins féll stórveldið úr efstu deild. Núna er það langbesta lið Spánar. Á tíma hennar hjá Barcelona hefur hún unnið fimm deildartitla, en hún hefur einnig spilað með Western New York Flash í Bandaríkjunum og Arsenal í Englandi á ferli sínum.

„Kvennaboltinn hefur vaxið og hefur fundið sinn sess í samfélaginu, í fjölmiðlum, og er ekki að fara að taka skref til baka núna. Ég sé ekki eftir neinu en bara ef ég hefði fengið tækifærið sem stelpur fá í dag. Þegar ég var að byrja þá dreymdi mig ekki um Meistaradeildina. Mig dreymdi ekki einu sinni um að verða atvinnukona í fótbolta. Það var engin fótboltakona til að líta upp til," segir Losada.

Núna eru margar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn.

Kvennalið Barcelona var ekki atvinnumannalið þegar Losada byrjaði. „Það þekkti okkur enginn, við spiluðum helmingi færri leiki en við gerum núna, við æfðum að kvöldi til og notuðum gamla búninga. Sumir leikmenn fengu greitt fyrir, en ekki nóg til að lifa á því." Á sama tíma vann karlalið Barcelona Meistaradeildina.

„Við vorum ekki atvinnumenn að neinu leyti," segir Losada en hún fór svo til Bandaríkjanna þar sem hún fékk að kynnast því að vera atvinnukona í faginu.

Kvennaboltinn á Spáni er að breytast mikið, eins og annars staðar í heiminum. Frá og með næsta tímabili verður spænska úrvalsdeildin atvinnumannadeild.

Barcelona og Atletico Madrid hafa verð bestu kvennalið landsins síðustu árin en núna er Real Madrid komið með lið og spennandi verður að fylgjast með þróun mála þar næstu árin. Samkeppnin hefur ekki verið frábær fyrir stórveldið frá Katalóníu á þessu tímabili en hún kemur til með að vera meiri á næstu árum.

Barcelona er með markmið, að steypa Lyon af stóli í Meistaradeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir og hennar stöllur í Lyon hafa unnið Meistaradeildina síðustu fimm árin. Barcelona mætti þeim í úrslitaleik 2019 en Lyon vann örugglega og var leikurinn í raun búinn í fyrri hálfleik.

Lyon hefur gefið öðrum kvennaliðum eitthvað til að stefna að. Þar er allt í toppstandi; leikmenn, þjálfun og aðstæður í hæsta klassa.

Lyon og Barcelona eru í 8-liða Meistaradeildarinnar þetta árið. Barcelona mun mæta Manchester City á næsta stigi keppninnar. „Við höfum unnið að þessu í mörg ár. Gæðin í úrvalsdeildinni hafa ekki verið endilega þau bestu en við erum að vinna að því að spila upp á okkar besta í Meistaradeildinni. Það er ekki lengur nóg að komast í úrslitaleikinn og það sést á hugarfari stelpnanna. Meistaradeildin er mjög erfið en við erum tilbúnar."

8-liða úrslit
Chelsea - Wolfsburg
Barcelona - Man City
Sparta Prage/PSG - Lyon
Bayern Munchen - Rosengard

Undanúrslit
Sparta Prague/PSG/Lyon - Barcelona/Man City
Bayern Munchen/Rosengard - Chelsea/Wolfsburg

Sjá einnig:
Kvennalið Barcelona spilaði á Nývangi í fyrsta sinn í 50 ár
Athugasemdir
banner
banner
banner