lau 09. janúar 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið Barcelona spilaði á Nývangi í fyrsta sinn í 50 ár
Barcelona vann 5-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol.
Barcelona vann 5-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Barcelona vann öruggan 5-0 sigur á nágrannaliði sínu, Espanyol, í spænsku úrvalsdeildinni í vikunni.

Leikurinn fór fram á Nývangi (Camp Nou), leikvanginum sem karlalið Barcelona spilar alla sína leiki á. Völlurinn er stórglæsilegur og er með pláss fyrir tæplega 100 þúsund áhorfendur.

Þetta var í fyrsta sinn í 50 ár sem kvennalið Barcelona spilar á þessum magnaða leikvangi!

Kvennalið Barcelona spilar vanalega á Johan Cruyff vellinum, sem er á æfingasvæði félagsins, en spilaði við Espanyol á Nývangi í tilefni af því að 50 ár eru síðan kvennalið félagsins spilaði á vellinum. Þá mættu 60 þúsund áhorfendur á völlinn og sáu markalaust jafntefli, en engir áhorfendur voru á leiknum í vikunni vegna kórónuveirufaraldursins.

Vonandi munu ekki líða 50 ár þangað til kvennalið Barcelona leikur næst á Nývangi og næst verða vonandi stuðningsmenn á vellinum.

Barcelona er með sterkt lið og hefur unnið alla 11 leiki sína í spænsku deildinni til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner