Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   sun 14. apríl 2024 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Ekki öll nótt úti enn hjá Granada
Granada heldur í vonina um að spila í La Liga á næsta tímabili
Granada heldur í vonina um að spila í La Liga á næsta tímabili
Mynd: EPA
Dani Parejo bjargaði stigi fyrir Villarreal
Dani Parejo bjargaði stigi fyrir Villarreal
Mynd: EPA
Granada heldur enn í vonina um að halda sér uppi í La Liga fyrir næsta tímabil en það vann 2-0 sigur á Deportivo Alaves í kvöld.

Granada hefur verið í miklu basli á tímabilinu og eru möguleikar liðsins á að halda sér uppi afar litlir.

Tölfræðilega séð á það möguleika og ætlar liðið að halda í þann möguleika. Myrto Uzuni og Lucas Boye skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigrinum á Alaves í dag og er liðið nú í næst neðsta sæti með 17 stig, ellefu stigum frá öruggu sæti.

Athletic Bilbao og Villarreal skildu jöfn, 1-1, í Baskalandi. Villarreal fékk tvær vítaspyrnu en nýtti aðeins aðra þeirra. Dani Parejo jafnaði metin undir lok leiks en Villarreal lék manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Santo Comesana fékk að líta rauða spjaldið.

Real Sociedad og botnlið Almería gerðu þá 2-2 jafntefli. Sociedad klúðraði málunum gegn slakasta liði deildarinnar og er því í 6. sæti, sjö stigum á eftir nágrönnum sínum í Bilbao.

Úrslit og markaskorarar:

Athletic 1 - 1 Villarreal
0-0 Gerard Moreno ('11 , Misnotað víti)
1-0 Oihan Sancet ('66 )
1-1 Dani Parejo ('90 , víti)
Rautt spjald: Santi Comesana, Villarreal ('46)

Las Palmas 0 - 2 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('43 )
0-2 Dodi Lukebakio ('90 )
Rautt spjald: Saul Coco, Las Palmas ('6)

Real Sociedad 2 - 2 Almeria
0-1 Adri Embarba ('30 )
1-1 Sheraldo Becker ('32 )
2-1 Mikel Oyarzabal ('59 )
2-2 Adri Embarba ('88 , víti)
Rautt spjald: Igor Zubeldia, Real Sociedad ('86)

Granada CF 2 - 0 Alaves
1-0 Myrto Uzuni ('9 , víti)
2-0 Lucas Boye ('38 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir