Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 14. maí 2024 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Murielle gerði jöfnunarmarkið gegn Selfossi
Mynd: Toggi Pop
Fram 2 - 2 Selfoss
1-0 Telma Steindórsdóttir ('7)
1-1 Embla Dís Gunnarsdóttir ('18)
1-2 Guðrún Þóra Geirsdóttir ('43)
2-2 Murielle Tiernan ('62)

Fram og Selfoss áttust við í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og tóku heimakonur forystuna strax á sjöundu mínútu, þegar Telma Steindórsdóttir kom boltanum í netið.

Selfyssingar voru þó snöggar að svara fyrir sig með marki frá Emblu Dís Gunnarsdóttur.

Staðan hélst jöfn 1-1 allt þar til undir lok fyrri hálfleiks, þegar Guðrún Þóra Geirsdóttir tók forystuna fyrir Selfoss.

Fram leitaði að jöfnunarmarki í síðari hálfleik og fann það á 62. mínútu. Murielle Tiernan, sem hefur áður gert magnaða hluti í næstefstu deild hér á landi, skoraði þá til að jafna metin.

Murielle er þar með komin með fjögur mörk í tveimur fyrstu deildarleikjum sumarsins.

Meira var svo ekki skorað í Úlfarsárdal og urðu lokatölur 2-2.

Fram er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar á meðan Selfoss er með tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner