Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 14. maí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil lýsir yfir stuðningi við Tottenham í fyrsta sinn á ævinni
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil, fyrrum leikmaður Arsenal, ætlar auðvitað að styðja við bakið á Tottenham í kvöld.

Tottenham mætir Manchester City í frestuðum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en ef Spurs vinnur þann leik, þá verður Arsenal á toppnum fyrir lokaumferðina.

Özil, sem lék með Arsenal í nokkur ár, segist ætla að styðja Tottenham í fyrsta sinn í kvöld en það er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga.

„Í fyrsta sinn segi ég: COME ON YOU SPURSSS!! Ef Tottenham tapar ekki þessum leik, þá geri ég aldrei grín að þeim aftur... ég lofa," skrifar Özil.

Tottenham og Arsenal eru erkifjendur og einhver hluti stuðningsmanna Spurs villl að sitt lið tapi í kvöld til að hindra Arsenal í að verða Englandsmeistari.


Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Athugasemdir
banner