Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 12. maí 2024 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Havertz: Verð stærsti stuðningsmaður Tottenham í sögunni
Havertz og Trossard fagna markinu
Havertz og Trossard fagna markinu
Mynd: EPA

Arsenal komst á toppinn í dag þegar liðið lagði Man Utd. Liðið er aðeins einu stigi á undan City sem á leik til góða.


Kai Havertz lagði upp markið á Leandro Trossard en hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Það er gaman að vera í baráttunni, þú verður að spila upp á þitt besta í hverri viku. Manni líður betur þegar maður gerir það. Það er einn leikur eftir og við þurfum allt félagið á bakvið okkur, það er allt hægt," sagði Havertz.

Man City á leik til góða gegn Tottenham á þriðjudaginn en Havertz styður granna sína í leiknum.

„Ég verð stærsti stuðningsmaður Tottenham í sögunni, vonumst eftir því besta," sagði Havertz.


Athugasemdir
banner
banner