þri 14. júní 2022 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Englendingar niðurlægðir á heimavelli
Ótrúlega vel gert hjá Ungverjum.
Ótrúlega vel gert hjá Ungverjum.
Mynd: EPA
Stones fékk að líta rauða spjaldið undir lokin.
Stones fékk að líta rauða spjaldið undir lokin.
Mynd: EPA
Það er minna en hálft ár í Evrópumótið og Englendingar líta hreint út sagt skelfilega út.

Í kvöld spilaði England við Ungverjaland í Þjóðadeildinni. Leikurinn fór fram í Wolverhampton á heimavelli Wolves.

Roland Sallai kom Ungverjum yfir á 16. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik. Englenidingar virkuðu mjög hugmyndasnauðir og ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Það var ekkert að frétta hjá þeim í fyrri hálfleik, og ekki í seinni hálfleik heldur. Gestirnir gerðu sér lítið fyrir og bættu við þremur mörkum og unnu að lokum 0-4.

Ótrúlegar tölur, það er ekki annað hægt að segja en það.

Enska liðið niðurlægt á heimavelli og er þetta í annað sinn á tíu dögum þar sem England tapar fyrir Ungverjalandi. England er á botni riðils síns með tvö stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni.

Í þessum sama riðli í A-deild eru einnig Þýskaland og Ítalía og þær þjóðir mættust í kvöld. Þar voru einnig ótrúlegar tölur því Þjóðverjar léku á als oddi og unnu 5-1 sigur. Timo Werner gerði tvö mörk í leiknum.

Það eru Ungverjar sem eru á toppi riðilsins með sjö stig. Virkilega flott hjá þeim. Þýskaland er með sex stig, Ítalía með fimm stig og svo England með tvö stig.

Holland lagði Wales og Belgía fór með sigur af hólmi í Póllandi í leikjum sem voru einnig í A-deild. Það var fjöldinn allur af leikjum í Þjóðadeildinni í kvöld og má sjá öll úrslitin hér fyrir neðan.

A-deild
England 0 - 4 Ungverjaland
0-1 Roland Sallai ('16 )
0-2 Roland Sallai ('70 )
0-3 Zsolt Nagy ('80 )
0-4 Daniel Gazdag ('89 )
Rautt spjald: John Stones, England ('82)

Þýskaland 5 - 1 Ítalía
1-0 Joshua Kimmich ('10 )
2-0 Ilkay Gundogan ('45 , víti)
3-0 Thomas Muller ('51 )
4-0 Timo Werner ('68 )
5-0 Timo Werner ('69 )
5-1 Degnand Gnonto ('78 )

Holland 3 - 2 Wales
1-0 Noa Lang ('17 )
2-0 Cody Gakpo ('23 )
2-1 Brennan Johnson ('26 )
3-1 Memphis Depay ('90 )
3-2 Gareth Bale ('90 , víti)

Pólland 0 - 1 Belgía
0-1 Michy Batshuayi ('16 )

B-deild
Armenía 1 - 4 Skotland
1-0 Vahan Bichakhchyan ('6 )
1-1 Stuart Armstrong ('14 )
1-2 Stuart Armstrong ('45 )
1-3 John McGinn ('50 )
1-4 Charlie Adam ('54 )
Rautt spjald: ,Arman Hovhannisyan, Armenia ('44)Kamo Hovhannisyan, Armenia ('90)

Úkraína 1 - 1 Írland
0-1 Nathan Collins ('31 )
1-1 Artem Dovbyk ('47 )

Bosnía og Hersegóvína 3 - 2 Finnland
1-0 Miralem Pjanic ('5 , víti)
1-1 Teemu Pukki ('10 )
1-2 Benjamin Kallman ('18 )
2-2 Edin Dzeko ('29 )
3-2 Edin Dzeko ('58 )

Rúmenía 0 - 3 Svartfjallaland
0-1 Stefan Mugosa ('42 )
0-2 Stefan Mugosa ('56 )
1-2 George Puscas ('62 )

C-deild
Lúxemborg 2 - 2 Færeyjar
1-0 Gerson Rodrigues ('12 , víti)
2-0 Christopher Martins ('49 )
2-1 Joannes Bjartalid ('57 )
2-2 Joannes Bjartalid ('59 )

Tyrkland 2 - 0 Litháen
1-0 Kaan Ayhan ('37 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('54 , víti)

D-deild
Moldóva 2 - 1 Andorra
1-0 Mihail Caimacov ('26 , víti)
1-1 Marcio Vieira ('45 )
2-1 Ion Nicolaescu ('50 , víti)

Liechtenstein 0 - 2 Lettland
0-1 Vladislavs Gutkovskis ('20 )
0-2 Vladislavs Gutkovskis ('28 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner