Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. september 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
„Eggert var í algjörum sérklassa"
Eggert í leiknum í gær.
Eggert í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eggert Gunnþór Jónsson hefur komið gríðarlega öflugur inn í lið FH síðan hann kom til félagsins frá danska félaginu SönderjyskE í síðasta mánuði. Eggert var frábær í 2-1 sigri FH gegn Breiðabliki í gær og hann fékk lof í Innkastinu í gærkvöldi.

„Eggert var í algjörum sérklassa. Auðvitað er það Lennon sem tekur fyrirsagnirnar þessa dagana en Eggert var í allt öðrum gæðaflokki og hann kórónaði leik sinn með því að leggja upp annað markið á Lennon," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Gunnar Birgisson bætti við: „Hann kemur með hugarfar í liðið sem vantaði kannski svolítið og hann var góður í kvöld."

Guðmann Þórisson fékk einnig hrós fyrir frammistöðu sína í vörn FH í gær. „Mér fannst hann vera frábær og Gummi (Kristjáns) með honum. Þetta var fullorðins hjá FH-ingunum," sagði Ingólfur.

FH hefur verið á góðu róli undanfarið eftir að Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við þjálfun liðsins.

„Það er augljóslega léttara yfir þessu. Það að fá Eið Smára inn í deildina er frábært. Ímyndið ykkur hvað þetta hefur haft jákvæð áhrif inn á FH svæðinu og ég tala nú ekki um fimm aurana hjá Loga Ólafs. Þetta hefur virkað fínt hingað til og rúmlega það," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Yfirferð að loknum Ofursunnudegi
Athugasemdir
banner