Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, staðfesti eftir 2-0 tapið gegn Val í gær að félagið hafi fengið tilboð erlendis frá í framherjann Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús hefur skorað níu af nítján mörkum Víkings í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Óttar Magnús hefur skorað níu af nítján mörkum Víkings í Pepsi Max-deildinni í sumar.
„Það hafa tilboð borist," sagði Arnar í viðtali eftir leik.
„Það er bara tímaspursmál hvenær Óttar fer. Hann á það skilið strákurinn. Hann hefur staðið sig vel fyrir okkur og þetta er óhjákvæmilegt."
Hinn 23 ára gamli Óttar var í yngri flokkum Víkings áður en hann fór ungur til Ajax í Hollandi.
Óttar spilaði með Víkingi sumarið 2016 áður en hann fór til Molde í Noregi og síðan Trelleborgs og Mjallby í Svíþjóð. Hann gekk síðan aftur til liðs við Víking um mitt sumar í fyrra.
Hér að neðan má sjá viðtali við Arnar eftir leik í gær.
Athugasemdir