Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. september 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Liverpool sýnir Gouiri áhuga - Man Utd spurðist fyrir um Fati
Powerade
 Amine Gouiri.
Amine Gouiri.
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Alessandro Bastoni (til vinstri) er orðaður við Chelsea.
Alessandro Bastoni (til vinstri) er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Bellingham, Rice, Werner, Pogba, Lingard, Bastoni, Kessie og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Liverpool hefur sýnt franska sóknarmanninum Amine Gouiri (21) hjá Nice áhuga. Hann hefur skorað fjögur mörk í fjórum fyrstu umferðum frönsku deildarinnar. (Fichajes)

Arsenal er eitt af þeim félögum í ensku úrvalsdeildinni sem eru með sænska sóknarmanninn Alexander Isak (21) á blaði hjá sér. Þessi fyrrum leikmaður Real Sociedad gerði nýlega nýjan fimm ára samning við spænska félagið. (Fichajes)

Manchester United spurðist fyrir um Ansu Fati (18), vængmann Barcelona og Spánar, í gegnum Jorge Mendes, umboðsmann Cristiano Ronaldo. (Mundo Deportivo)

Það þarf 100 milljóna evra tilboð eða meira svo Borussia Dortmund samþykki að selja Jude Bellingham (18). Manchester City og Liverpool eru sögð hafa áhuga á enska landsliðsmiðjumanninum. (Bild)

Arsenal íhugar að selja þýska markvörðinn Bernd Leno (29) næsta sumar. (Mail)

Möguleikar Manchester United á að fá Leon Goretzka (26) hafa orðið fyrir höggi eftir að þýski miðjumaðurinn samþykkti nýjan samning við Bayern München til 2026. (Kicker)

Javier Tebas, forseti La Liga, segir að Real Madrid muni hafa efni á að kaupa Kylian Mbappe (22) frá PSG og Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund næsta sumar. (Cadena Cope)

Chelsea býr sig undir að bjóða Mason Mount (22), miðjumanni sínum, nýjan samning sem gæti hækkað laun hans upp í um 150 þúsund pund á viku. (90min)

Axel Tuanzebe (23) vill alfarið ganga í raðir Aston Villa en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá Manchester United. (Sun)

Bayern München vinnur að því að kaupa þýska sóknarmanninn Timo Werner (25) frá Chelsea í janúar. (Football Insider)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (28) færist nær því að framlengja við Manchester United eftir að Cristiano Ronaldo mætti aftur til félagsins. (Athletic)

Leicester City hefur áhuga á enska miðjumanninum Jesse Lingard (28) hjá Manchester United. (Fichajes)

Chelsea gæti gert tilboð í tvo varnarmenn Inter. Ítalinn Alessandro Bastoni (22) og Slóvakinn Milan Skriniar (26) eru orðaðir við Evrópumeistarana. (Mediaset)

Tottenham reynir við Franck Kessie (24) miðjumann AC Milan. Ekki er vitað hvort félagið muni reyna að fá hann til sín í janúarglugganum eða á frjálsri sölu næsta sumar. (Calciomercato)

Tottenham telur líklegast að Kessie muni gera nýjan samning við AC Milan og vera áfram hjá félaginu. (Tutto Mercato)

Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum yfirmaður hjá Bayern München, segir að ekkert félag í þýsku Bundesligunni muni hafa efni á norska sóknarmanninum Erling Haaland (21) hjá Borussia Dortmund. Ástæðan eru launakröfurnar sem hann muni fara fram á. (AS)

West Ham fer fram á að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn Declan Rice (22) sem mörg félög horfa til. (Football.london)

Tottenham er tilbúið að selja enska miðjumanninn Harry Winks (25) í sumar en aðeins ef félög eru tilbúin að borga 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner