Það vakti mikla athygli í fyrra þegar tekið var upp á þeirri nýjung að fá dómara í viðtöl eftir ákveðna leiki.
„Það er mín von að fólk sjái að við erum ekki komnir til að eyðileggja Íslandsmótið. Á bak við hvern dómara er einstaklingur sem leggur mikið á sig og er að gera sitt besta. Einhvern tímann gæti dómari sagt: 'Ég er búinn að sjá þetta aftur og þetta var þvæla'. Þá er það bara þannig, við gerum öll mistök. Mér finnst full ástæða til að prófa þetta," sagði Þóroddur Hjaltalín, sem hefur starfað við dómaramál hjá KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í fyrra.
Það hefur ekkert verið um dómaraviðtöl í sumar en það var tekin ákvörðun um það á fundi dómara í Bestu deildinni að gera hlé á viðtölunum.
Það var nokkuð gagnrýnt á síðustu leiktíð að dómarar hafi ekki viljað viðurkenna mistök í viðtölum, en dómararnir vilja fara betur yfir allt viðtalsferlið og hvernig sé hægt að bæta það.
Því var tekin ákvörðun á meðal dómara að hvíla viðtölin í sumar og er þetta mál í skoðun, en það gæti verið að þau verði tekin upp á nýjan leik einhvern tímann síðar.
Sjá einnig:
Dómarar fá fljótlega rödd - „Full ástæða til að prófa þetta"
Athugasemdir