Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 12:05
Fótbolti.net
Óli Jó tjáir sig um Gary Martin: Gekk illa að fara eftir fyrirmælum
Ólafur Jóhannesson tók við Stjörnunni á dögunum.
Ólafur Jóhannesson tók við Stjörnunni á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin í leik með Val.
Gary Martin í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, er í ítarlegu viðtali í þættinum Fantasy Gandalf í dag.

Þar talar hann meðal annars um framherjann Gary Martin. Gary kom til Vals síðastliðinn vetur til að fylla skarð Patrick Pedersen en hann var síðan leystur undan samningi í maí eins og frægt er.

„Gary Martin bauðst og við vorum ákveðnir í að taka hann. Menn sögðu við mig að ég væri klikkaður að taka hann og þá varð ég ennþá ákveðnari í að taka hann, til að sanna að ég væri ekki klikkaður. Þvermóðskan var þannig. Gary hafði verið með fínt record og er fínn leikmaður," sagði Ólafur í Fantasy Gandalf.

„Gary er fínn fótboltamaður enda varð hann markakóngur í deildinni. Hann var með skot á mig í því samhengi en hann féll nú reyndar. Það stendur upp úr, ekki það að hann varð markakóngur. Liðsfélagar hans hefðu frekar viljað skipta markakóngstitlinum út. Hann er skemmtilegur fýr og sérstakur karakter. Á einhverjum tímapunkti fannst mér þetta vera gott svo hann fór."

Áður en að Gary var leystur undan samningi hjá Val var honum meinað að æfa með liðinu. „Honum finnst gaman að tjá sig í fjölmiðlum og á ákveðnum tímapunkti treysti ég honum ekki. Ég held að þetta hafi verið 1-2 æfingar sem hann fékk ekki að mæta á og svo var hann farinn."

Gerðist ekki á einni nóttu
Ólafur segir í Fantasy Gandalf að ekkert sérstakt hafi orðið til þess að hann ákvað að láta Gary fara. „Það gerðist ekkert þannig lagað. Mér gekk illa að láta hann fara eftir fyrirmælum mínum. Hann átti erfitt með að gera það."

„Auðvitað var smá aðdragandi að þessu. Þetta gerðist ekki á einni nóttu. Við vorum búnir að reyna að fá hann til þess að gera ákveðna hluti og hætta að gera ákveðna hluti. Það gekk illa. Ég var búinn að funda með honum og fara yfir hlut. Á einhverjum tímapunkti sagðist ég ætla á fund með Gary og að ég vissi ekkert hvað kæmi út úr honum, ég gæti látið hann fara. Þannig endaði það."


„Auðvitað tek ég þesssar ákvarðanir með hagsmuni liðsins í huga. Gary er fínn drengur og skemmtilegur fýr. Hann er öðruvísi en margir aðrir og skemmtilegur líka en hann hentaði ekki á þessum tíma."

„Hvaða djöfulsins töflur átum við í október þetta árið?"
Ólafur segir einnig í þættinum að ekkert sé til í því að leikmenn Vals hafi átt þátt í því að Gary myndi fara frá félaginu.

Fleiri leikmenn komu til Vals síðastliðið haust og margir þeirra lágu undir gagnrýni í sumar.

„Ég hef stundum sagt við góðan mann. 'Hvaða djöfulsins töflur átum við í október þetta árið?' Við fórum á smá flug. Það er staðreynd," sagði Ólafur. „Samt þurftum við alltaf á þessu að halda. Við tókum Emil Lyng seint. Það var mikill vafi með Kidda (Kristinn Frey Sigurðsson) og það var sagt að hann gæti verið frá í 7-8 mánuði út af sýkingu," sagði Ólafur í Fantasy Gandalf.


Athugasemdir
banner
banner
banner