Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 14. nóvember 2021 14:20
Aksentije Milisic
„Neymar betri tæknilega heldur en Messi og Ronaldo"
Mynd: EPA
Brasilíska goðsögnin Cafu segir að samlandi sinn, Neymar, sé betri tæknilega heldur en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Neymar hefur átt frábæran feril síðan hann kom fram á sjónarsviðið hjá Santos árið 2009. Hann festi sig í sessi á meðal bestu leikmanna heims á tíma sínum hjá Barcelona áður en hann varð dýrasti leikmaður sögunnar þegar hann gekk í raðir PSG.

Viðhorf Neymar og metnaður er það sem virðist hafa hamlað honum í því að verða enn betri. Cafu telur Neymar hins vegar vera betri heldur en Ronaldo og Messi þegar það kemur að tæknilega hlutanum.

„Neymar er betri tæknilega heldur en Messi og Ronaldo en hann verður að axla ábyrgð sem leiðtogi," sagði Cafu.

„Hann verður að einbeita sér 100% að fótboltanum, ég er ekki betri en Neymar, en ég var betri en aðrir hægri bakverðir því ég setti allan fókus á þetta."

„Neymar verður að verða fyrirliði," sagði Cafu að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner