Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mið 15. janúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Man City í viðræðum um átján ára varnarmann
Mynd: EPA
Sky Sport Italia segir að Manchester City og Inter hafi bæði áhuga á að fá miðvörðinn Juma Bah frá Real Valladolid.

Bah er átján ára varnarmaður frá Síerra Leóne en samningur hans rennur út í júní. City er sagt hafa mikinn áhuga.

Inter vill fá leikmanninn núna í janúar en getur hinsvegar ekki bætt við leikmanni utan evrópska efnahagssvæðisins. Félagið gæti reynt að fá aðstoð frá Monza og leikmaðurinn færi þá fyrst þangað út þetta tímabil.

Bah er stór og stæðilegur og hefur spilað þrettán leiki á þessu tímabili, þar af ellefu í La Liga.
Athugasemdir