Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 15. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verðum úrvalsdeildarlið á næsta tímabili"
Ayoze Perez og Benitez ræða málin.
Ayoze Perez og Benitez ræða málin.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Ayoze Perez nýtur þess mikið að vinna undir stjórn landa síns, Rafa Benitez.

Benitez var rekinn frá Real Madrid 2016 og tók hann óvænt skref eftir það. Hann fór til Newcastle í fallbaráttuna á Englandi. Newcastle féll en Benitez hélt áfram. Hann kom Newcastle upp og er núna að halda liðinu uppi aðra leiktíðina í röð.

„Það er hægt að segja það að við verðum úrvalsdeildarlið á næsta tímabili, þetta var góð liðsframmistaða og góð þrjú stig," sagði Perez eftir sigur á Leicester á föstudag. Perez skoraði sigurmarkið í leiknum.

Newcastle er 10 stigum frá fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu.

Stjórinn veit hvað hann syngur
„Liðið hefur gert góða hluti en með öðrum stjóra hefðum við kannski lent í meiri vandræðum. Við verðum að gera það sem stjórinn segir vegna þess að hann hefur verið lengi í þessum bransa og veit hvað hann syngur."

Samningur Benitez rennur út eftir tímabilið og óljóst er hvort hann verði áfram.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner