Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 15. apríl 2024 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri var í brasi fyrir norðan - „Markmannsstaðan er fyrir okkur alveg eins og allar hinar"
Sindri í leiknum gegn KA.
Sindri í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Daði Freyr.
Daði Freyr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn Ólafsson átti ekki sinn besta dag í marki FH þegar liðið mætti KA um helgina. Sindri gerði slæm mistök í jöfnunarmarki KA í leiknum en það slapp allt til því Kjartan Kári Halldórsson kom FH yfir skömmu síðar og reyndist það sigurmarkið. Fyrir utan markið átti Sindri í brasi í leiknum.

Guðmundur Hilmarsson, FH-ingur og fyrrum blaðamaður hjá Morgunblaðinu, kallaði eftir því á samfélagsmiðlum að FH myndi skipta um markmann. Daði Freyr Arnarsson er í leikmannahópi FH og hefur verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjum.

Lestu um leikinn: KA 2 -  3 FH


Fótboti.net ræddi við Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara FH, og var hann spurður út í markmannsmálin.

„Sindri er frábær markmaður, við erum með tvo frábæra markmenn. Þetta var bara ákvörðun sem við tókum fyrir fyrsta leik. Markmannsstaðan er fyrir okkur alveg eins og allar hinar. Við unnum leikinn, það er mjög gott að þegar markmaðurinn á kannski sinn besta dag að hinir leikmennirnir bakki hann upp. Sindri á eftir að standa sig vel í sumar, frábær drengur og svo erum við með Daða kláran líka," sagði Kjartan.

FH á leik gegn HK um næstu helgi og svo er leikur gegn Val í Mjólkurbikarnum.
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Athugasemdir
banner