Ragnheiður Þórunn er uppalin hjá Haukum en eftir að hafa skorað 13 mörk í 17 leikjum með uppeldisfélaginu árið 2023 var hún fengin yfir í Val og varð bikarmeistari með liðinu í fyrra.
Hún á að baki 80 leiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað 27 mörk. Þá á hún að baki 35 leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað í þeim sjö mörk. Í dag sýnir Ragnheiður Þórunn á sér hina hliðina.
Hún á að baki 80 leiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað 27 mörk. Þá á hún að baki 35 leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað í þeim sjö mörk. Í dag sýnir Ragnheiður Þórunn á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
Gælunafn: Ragga
Aldur: 17 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Spilaði minn fyrsta meistaraflokks leik í nóvember 2021 á móti KR í skessunni. Mér var ííískalt þegar ég kom inn á en skoraði eitt mark.
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds matsölustaður: Serrano og MaiKai
Uppáhalds tölvuleikur: Block blast
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neibb
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Desperate Housewives og How I met your mother
Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta mikið á Justin Bieber, Rihanna og Jón Jónsson.
Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta mjög lítið á hlaðvörp.
Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kæri viðskiptavinur, velkomin/nn til Portúgals…
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH og Breiðablik eru alls ekki mín uppáhalds lið.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sydney Schertenleib. Skoraði í Meistaradeildinni um daginn með aðalliði Barcelona.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hef verið mjög heppin með þjálfara en Hörður Bjarnar í Haukum hefur kennt mér svo ótrúlega margt.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Emma Steinsen getur verið með mikið keppnisskap í hita leiksins.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Dagný Brynjarsdóttir. Ætlaði að verða alveg eins og hún.
Sætasti sigurinn: Mjólkurbikarinn í fyrra á móti Breiðablik.
Mestu vonbrigðin: Það var mjög svekkjandi að vinna ekki Íslandsmótið í fyrra.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra María Jessen
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Rut og Viktoría í Haukum eru mjög efnilegar.
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Jói Berg
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Sveindís Jane
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Það er alveg frekar pirrandi þegar fyrirliðar mega bara tala við dómarana.
Uppáhalds staður á Íslandi: Það er best að fara upp í sveit til ömmu.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég lenti einu sinni í því í yngri flokkunum að byrja leikinn í mínu liði en enda leikinn í marki í hinu liðinu.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég er alltaf í sömu tegund af sokkum og sama íþróttatopp.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Horfi stundum á handbolta en annars bara fótbolta.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas f50.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég er alls ekki góð í efnafræði.
Vandræðalegasta augnablik: Það var mjög fyndið þegar við áttum að mæta klukkan 7 í rútu fyrir leik sem var á Hornafirði en ég svaf yfir mig og allt liðið þurfti að bíða eftir mér.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Guðrún Elísabet situr við hliðina á mér og það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með henni græja sig.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi allavega vilja horfa á Fanndísi og Natöshu á móti Elísu og Beggu í Alheimsdraumnum.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef alltaf verið með rosalega fóbíu fyrir köngulóm.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það kom mér mjög á óvart hvað Tinna er svipuð týpa og Fanney Inga.
Hverju laugstu síðast: Örugglega einhvern tímann í reit þegar ég sagðist snerta boltann en ég gerði það ekki.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil með engum varnarmönnum er ekkert sérstaklega gaman.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ekkert í dag sem Chat GBT veit ekki.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Spennt að sjá fullt af fólki í stúkunni á Hlíðarenda í sumar.
Athugasemdir