Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 15. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Postecoglou mætti reiður á fréttamannafund - Svaraði stuðningsmanni
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: Getty Images
Tottenham tapaði 0-2 gegn Man City í gær. Þessi maður klúðraði algjöru dauðafæri.
Tottenham tapaði 0-2 gegn Man City í gær. Þessi maður klúðraði algjöru dauðafæri.
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp.
Jamie Redknapp.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var alls ekki sáttur eftir 0-2 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var ekki ánægður með umræðuna sem skapaðist á meðal stuðningsmanna fyrir leikinn.

Tottenham og Arsenal eru erkifjendur og einhver hluti stuðningsmanna Spurs vildi að sitt lið myndi tapa í gærkvöldi til að hindra Arsenal í að verða Englandsmeistari. Ef Tottenham hefði unnið í gær, þá væri Arsenal með örlögin í höndum sér fyrir lokaumferðina.

Það myndaðist mikil umræða um það á meðal stuðningsmanna Tottenham að vilja tapa leiknum í gær svo Arsenal yrði ekki meistari og það var líka mikið sungið um það á vellinum í gær.

Það fór í dreifingu myndband í gær þar sem stuðningsmaður á bak við varamannabekk Tottenham bað þjálfarateymi liðsins um að henda leiknum frá sér. Postecoglou svaraði honum pirraður. „Með hverjum heldur þú eiginlega?" sagði Postecoglou.

Hann var svo reiður þegar hann mætti á fréttamannafundinn.

„Ég held að síðustu 48 klukkustundirnar hafi sýnt að grunnviðirnir séu mjög viðkvæmir. Innan sem utan félagsins," sagði Postecoglou. Hann vildi ekki segja um hvað nákvæmlega hann væri að tala en það er auðvelt að álykta að hann eigi þar við umræðuna í kringum leikinn, að vilja tapa honum í stað þess að eiga möguleika á því að komast í Meistaradeildina.

Postecoglou talaði svo um að vilja breyta hugarfarinu, búa til sigurlið hjá Tottenham.

Aldrei verið sigurhugarfar
Jamie Redknapp, fyrrum miðjumaður Tottenham, var í útsendingu Sky Sports frá leiknum í gær og talaði þar um umræðuna sem myndaðist fyrir leikinn.

„Það hefur ekki verið auðvelt að sjá fólk spyrja sig að því hvort Spurs eigi að reyna að vinna leikinn. Það var möguleiki á Meistaradeildarsæti en fólk hafði meiri áhuga á því að stoppa það að Arsenal myndi vinna titilinn. Þetta er kúltúr sem hefur lengi verið innan félagsins. Ég var þarna og ég fann aldrei fyrir sigurhugarfari," sagði Redknapp.


Enski boltinn - Viltu að liðið þitt tapi?
Athugasemdir
banner
banner
banner