Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   lau 15. júní 2019 18:16
Arnar Daði Arnarsson
Birkir Már um ákvörðun Hamren: Þetta kom manni á óvart
Birkir Már.
Birkir Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson lagði upp eitt marka Vals í 5-1 sigri liðsins á ÍBV í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Með sigrinum komst Valur upp úr fallsæti og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 ÍBV

„Ég held að við höfum allir haft gott af því að fá smá pásu af deildinni og það er frábært að byrja seinni hlutann af mótinu frábærlega. Mér fannst við ná upp gamla Valsspilinu og gamla Valsliðið koma til baka. Við héldum boltanum vel og vorum að skapa helling af hálf sénsum og einhverjum góðum sénsum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við keyra yfir þá," sagði Birkir Már sem er nýkominn úr landsliðsverkefni með íslenska landsliðinu.

Þar var Birkir Már óvænt ekki valinn í hóp hjá íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi eftir að hafa verið lykilmaður í varnarlínu Íslands undanfarin ár.

„Það var hundleiðinlegt að fá ekki að vera með. Þeir stóðu sig hinsvegar vel strákarnir og fyrst maður er ekki valinn í hópinn þá styður maður þá sem eru með og reynir að gera sitt besta í því. Kem síðan til baka hingað og reyni að gera þetta almennilega í staðin," sagði Birkir sem viðurkennir að þetta hafi komið honum á óvart.

„Þetta kom manni á óvart og ég var fúll yfir því en maður þarf bara að sýna það á vellinum að maður eigi heima í þessum hóp."

Valur mætir KR næst í 9. umferðinni á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner