Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. júní 2021 09:21
Hafliði Breiðfjörð
Eriksen sendi mynd af sér og kveðju - Ég er í lagi
Eriksen á sjúkrabeðinu.
Eriksen á sjúkrabeðinu.
Mynd: Danska knattspyrnusambandið
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen sendi frá sér kveðju í gegnum samfélagsmiðla danska knattspyrnusambandsins í morgun.

Eriksen hné niður í leik Danmerkur gegn Finnlandi á EM allstaðar á laugardaginn, hafði fengið hjartastopp.

Leikurinn var stöðvaður en eftir langa umhugsun var ákveðið að fara aftur út á völlinn og klára leikinn eftir að ljóst var að tekist hafði að bjarga lífi Erikson.

Hann sendi nú í morgun frá sér kveðju þar sem hann segist í lagi en meðfylgjandi mynd fylgdi kveðjunni sem má sjá hér að neðan snaraða yfir á íslensku.

Halló allir,

Takk kærlega fyrir fallegar og ótrúlegar kveðjur og skilaboð allstaðar að úr heiminum. Þau skipta mig og fjölskyldu mína miklu máli.

Ég er í lagi - miðað við kringumstæður. Ég þarf enn að gangast undir rannsóknir á sjúkrahúsinu en mér líður vel.

Núna nun ég styðja strákana í danska liðinu í næstu leikjum.

Spilum fyrir alla Danmörk.

Bestu kveðjur,
Christian



Athugasemdir
banner
banner
banner