
Þýska stórveldið Bayern München er búið að ráða hinn 46 ára gamla Alexander Straus til starfa og tekur hann við kvennaliði félagsins.
Hann færir sig frá Íslendingafélagi yfir í annað Íslendingafélag.
Hann færir sig frá Íslendingafélagi yfir í annað Íslendingafélag.
Straus hefur nefnilega upp á síðkastið stýrt Brann í Noregi en þar spila Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir. Hann er búinn að gera flotta hluti í Noregi og er Brann á toppnum þessa stundina.
Hann mun þjálfa fleiri Íslendinga hjá Bayern því þar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggódsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Bayern hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Wolfsburg.
Alexander Straus wird neuer Cheftrainer der FC Bayern Frauen. 🔴⚪
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) June 13, 2022
🔗 Alle Informationen: https://t.co/L8SUT34rhc#FCBayern #FCBFrauen pic.twitter.com/iHO9mO42eJ
Athugasemdir