Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 15. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Straus færir sig í annað Íslendingafélag
Kvenaboltinn
Berglind fær nýjan þjálfara í Noregi.
Berglind fær nýjan þjálfara í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýska stórveldið Bayern München er búið að ráða hinn 46 ára gamla Alexander Straus til starfa og tekur hann við kvennaliði félagsins.

Hann færir sig frá Íslendingafélagi yfir í annað Íslendingafélag.

Straus hefur nefnilega upp á síðkastið stýrt Brann í Noregi en þar spila Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir. Hann er búinn að gera flotta hluti í Noregi og er Brann á toppnum þessa stundina.

Hann mun þjálfa fleiri Íslendinga hjá Bayern því þar eru Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggódsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Bayern hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Wolfsburg.


Athugasemdir
banner