Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 var sagt að vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson væri á leið frá Lyngby í Danmörku til Kortrijk í Belgíu.
Freyr Alexandersson fékk Kolbein til Lyngby á sínum tíma og er að fá hann svo núna til Kortrijk samkvæmt heimildum þáttarins. Freyr hélt Kortrijk uppi í belgísku úrvalsdeildinni á undraverðan hátt á liðnu tímabili.
Freyr Alexandersson fékk Kolbein til Lyngby á sínum tíma og er að fá hann svo núna til Kortrijk samkvæmt heimildum þáttarins. Freyr hélt Kortrijk uppi í belgísku úrvalsdeildinni á undraverðan hátt á liðnu tímabili.
Kolbeinn er 24 ára gamall og var í varaliði Borussia Dortmund áður en hann gekk í raðir Lyngby í janúar á síðasta ári. Hann hefur staðið sig vel hjá danska félaginu.
Þessi uppaldi Fylkismaður lék báða leiki Íslands í nýliðnum landsliðsglugga og er samtals kominn með tólf A-landsleiki.
Andri Lucas Guðjohnsen gekk nýlega í raðir Gent í Belgíu svo það stefnir í að Sævar Atli Magnússon verði skyndilega eini Íslendingurinn í aðalliðshóp danska úrvalsdeildarliðsins Lyngby.
Athugasemdir