Vestri vann sjötta leik sinn í Bestu deild karla í ár er liðið marði 1-0 sigur á KA á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.
Heimamenn komu boltanum í netið á 8. mínútu leiksins en rangstaða dæmd og stuttu síðar fékk Gunnar Jónas Hauksson dauðafæri en náði ekki að koma boltanum framhjá William Tönning í markinu.
Markið kom loks á 34. mínútu. Diego Montiel fékk boltann á vinstri vængnum, tók góða gabbhreyfingu áður en hann skaut boltanum í netið.
Á lokamínútum hálfleiksins þurfti Ásgeir Sigurgeirsson að fara af velli eftir að hafa fengið tvö höfuðhögg með nokkura mínútna millibili og kom Viðar Örn Kjartansson inn í hans stað.
Viðar var ekki langt frá því að jafna metin stuttu eftir að hann kom inn á en hann setti boltann í stöng eftir stutta hornspyrnu.
Gestirnir frá Akureyrir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og áttu nokkrar ágætis tilraunir. Þeirra besta kom á 64. mínútu er Birgir Baldvinsson stangaði boltanum í átt að marki. Hann kom honum framhjá Guy Smit í markinu, en Eiður Aron Sigurbjörnsson var fljótur að átta sig og náði að bjarga á marklínu.
Vestri náði að halda út og sækja sjötta sigur sinn í deildinni. Liðið er komið upp í 2. sæti með 19 stig en KA í 9. sæti með 12 stig.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
3. Breiðablik | 14 | 8 | 3 | 3 | 26 - 20 | +6 | 27 |
4. Fram | 14 | 7 | 1 | 6 | 22 - 18 | +4 | 22 |
5. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
6. Vestri | 14 | 6 | 1 | 7 | 13 - 13 | 0 | 19 |
7. Afturelding | 14 | 5 | 3 | 6 | 17 - 19 | -2 | 18 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. ÍBV | 14 | 4 | 3 | 7 | 13 - 21 | -8 | 15 |
10. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 14 | 4 | 0 | 10 | 15 - 32 | -17 | 12 |
Athugasemdir