Sky Sports greinir frá því að Arsenal búið að ná samkomulagi við Valencia um kaupverð fyrir varnarmanninn Cristhian Mosquera.
Arsenal greiðir 15 milljónir evra fyrir miðvörðinn en sú upphæð getur hækkað umtalsvert með árangurstengdum aukagreiðslum.
Mosquera var búinn að gefa munnlegt samþykkti fyrir fimm ára samningi hjá Arsenal og er hann á leið í læknisskoðun hjá félaginu á næstu tveimur sólarhringum.
Arsenal er að reyna að ganga frá félagaskiptunum fyrir brottför í æfingaferð um Asíu. Mikel Arteta og lærisveinar hans leggja af stað á laugardaginn.
Mosquera verður fjórði leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar eftir Kepa Arrizabalaga, Martín Zubimendi og Christian Nörgaard.
14.07.2025 21:03
Mosquera staðfestir yfirvofandi brottför
Athugasemdir