Fótbolti.net hefur heimildir fyrir því að Elvis Okello Bwomono sé á leið til ÍBV og mun vera kynntur sem nýr leikmaður liðsins á morgun. Þetta kom fram í Innkastinu í kvöld.
Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV sagði í viðtali eftir sigur gegn Stjörnunni í gærkvöldi að nýr öflugur leikmaður kæmi til liðsins á morgun. Hér væri um að ræða leikmann sem getur spilað allar stöður í vörn og á miðju.
Elvis er 26 ára gamall og er með tvo landsleiki að baki fyrir Úganda. Hann kemur til ÍBV frá St. Mirren í Skotlandi þar sem hann fékk góðan spiltíma í efstu deild og byrjaði meðal annars í leikjum gegn stórveldunum Celtic og Rangers. St. Mirren endaði í 6. sæti af 12 í Premiership deildinni. Elvis spilaði yfir 1500 mínútur í 25 leikjum og gaf tvær stoðsendingar.
Elvis var mest notaður á hægri kanti hjá St. Mirren en hann er miðvörður að upplagi og getur einnig leikið sem bakvörður. Afar fjölhæfur leikmaður.
Hann þekkir vel til í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið með ÍBV sumrin 2022 og 2023. Hann á 44 leiki að baki með liðinu í efstu deild.
14.07.2025 21:29
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Athugasemdir