Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 15. júlí 2024 15:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jörgen fékk heilahristing - Mjög þakklátur fyrir viðbrögð Eyjamanna og sjúkraþjálfarans
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar vel var liðið á uppbótartíma leiks Þróttar og ÍBV á fimmtudagskvöld þurfti Jörgen Pettersen, leikmaður Þróttar, að fá aðhlynningu á vellinum. Hann missti meðvitund og var strax í kjölfarið fluttur á Læknavaktina þar sem kom í ljós að hann fékk heilahristing.

„Ég man bara eftir því að vakna á vellinum og Bergsveinn sjúkraþjálfari er hjá mér og er að lýsa með vasaljósi í augun á mér og spyrja mig spurninga," segir Jörgen við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Ég man eftir öllu öðru úr leiknum, en ég man ekkert hvað gerðist þar sem ég missti samstundis meðvitund þegar ég skall í jörðinni."

„Ég fór á Læknavaktina og var skoðaður af lækni sem staðfesti að ég hefði fengið heilahristing, en ég þurfti ekki að vera áfram á sjúkrahúsinu."

„Núna líður mér nokkuð vel, en hef verið með höfuðverk frá því að þetta gerðist. Sviminn fer minnkandi og vonandi hverfur hann alveg eftir nokkra daga í viðbót af hvíld svo ég geti farið að spila aftur,"
segir Jörgen.

Hann er mjög þakklátur fyrir það hvernig sjúkraþjálfarinn Bergsveinn Ás Hafliðason höndlaði stöðu mála á vellinum og sömuleiðis er hann þakklátur þeim Oliver Heiðarssyni og Alex Frey Hilmarssyni, leikmönnum ÍBV, sem sýndu skjót viðbrögð og aðstoðuðu. Norski miðjumaðurinn þakkar þeim fyrir.

Jörgen fór í návígi við Oliver, ætlaði sér að ná til boltans sem var í loftinu en lenti mjög illa. Þegar Oliver leit til baka hljóp hann að Jörgen og kannaði hvort allt var í lagi.

Jörgen er 26 ára miðjumaður sem er á sínu öðru tímabili með Þrótti eftir að hafa þar á undan leikið tvö tímabil með ÍR í 2. deild. Hann skoraði sex mörk í Lengjudeildinni í fyrra og hefur skorað þrjú mörk í ár.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner