Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: KR áfram með yfirhöndina þegar fimm leikir eru eftir
KR er áfram í sjötta sæti.
KR er áfram í sjötta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 0 - 0 KR
Lestu um leikinn

Niðurstaðan var markalaust jafntefli í fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni þar sem Keflavík og KR áttust við.

Þetta voru liðin í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar að mætast, lið sem eru að berjast um það að vera með í efri hlutanum þegar deildin skiptist.

Þetta var ekki skemmtilegasti leikurinn sem hefur verið spilaður í sumar.

„Sveiflukenndur hálfleikur að baki og jöfn staða líklega sanngjörn þannig séð. KR þó fengið betri tækifæri og verið heldur klaufalegir í góðum stöðum á vellinum," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar flautað var til hálfleiks.

KR-ingar voru sterkari framan af seinni hálfleik og hótuðu því allverulega að skora, en þegar leið á hálfleikinn þá unnu Keflvíkingar sig meira inn í hann og voru hættulegri á síðustu mínútunum.

Lokatölur 0-0 og eru þessi lið áfram í sjötta og sjöunda sæti. KR er með yfirhöndina þegar fimm leikir eru eftir áður en deildin mun skiptast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner