Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 15. september 2018 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári fertugur - Chelsea og Barcelona gerðu myndbönd
Einn sá besti sem klæðst hefur treyju íslenska landsliðsins.
Einn sá besti sem klæðst hefur treyju íslenska landsliðsins.
Mynd: Guðmundur Karl
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið, fagnar 40 ára afmæli sínu í dag.

Eiður átti mjög farsælan feril sem fótboltamaður. Hann spilaði með Val og KR hér heima en erlendis var hann á mála hjá 13 liðum á ferli sem entist í meira en 20 ár.

Eiður er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Chelsea og þá vann hann Meistaradeildina með Barcelona. Hann spilaði einnig með Bolton, Tottenham, Stoke og Fulham í Englandi. Hann spilaði með PSV í Hollandi, Mónakó í Frakklandi, AEK í Grikklandi, Cercle og Club Brugge í Belgíu, Shijiazhuang Ever Bright í Kína og Molde í Noregi. Hann var einnig á mála hjá Pune í Indlandi en spilaði ekki leik þar, meiðsli komu í veg fyrir það.

Eiður lagði skóna á hilluna í fyrra en hann hefur að undanförnu starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi.

Í tilefni af afmælisdegi hans fékk hann nokkrar kveðjur á Twitter þar á meðal frá Chelsea og Barcelona. Bæði félög birtu myndbönd með tilþrifum Íslendingsins.

Myndböndin og fleiri kveðjur má sjá hér að neðan. Til hamingju með stórafmælið Eiður Smári!















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner