Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Crystal Palace og Man Utd: Evans inn í vörnina - Mount kemur inn fyrir Fernandes
Jonny Evans kemur inn í vörnina í stað Harry Maguire
Jonny Evans kemur inn í vörnina í stað Harry Maguire
Mynd: Getty Images
Crystal Palace og Manchester United mætast í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Selhurst Park klukkan 19:00 í kvöld. Bruno Fernandes, fyrirliði United, er ekki með vegna meiðsla og er það Casemiro sem tekur við fyrirliðabandinu í þessum leik.

Fernandes hafði aldrei misst af leik með félagsliði vegna meiðsla en sá dagur er runnin upp.

Jonny Evans og Mason Mount koma inn fyrir Harry Maguire og Fernandes.

Eberechi Eze kemur inn í lið Crystal Palace í stað Andre Ayew, en það er eina breytingin sem Oliver Glasner gerir.

Crystal Palace: Henderson; Clyne, Andersen, Richards; Muñoz, Wharton, Hughes, Mitchell; Olise, Mateta, Eze

Man Utd: Onana; Wan-Bissaka, Casemiro, Evans, Dalot; Mount, Eriksen, Mainoo; Antony, Garnacho; Hojlund.
Athugasemdir
banner
banner