Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 06. maí 2024 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik 5.umferðar Bestu deildar karla í kvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli. Stórleikurinn stóð heldur betur undir sér en Blikarnir mega þó vera svekktir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Mikil vonbrigði að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og tapa. Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Hefðum átt að gera betur í þessum leik bæði í stöðinni  11-11 og 11 á móti 10." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum allt, það var karakter í liðinu og menn höfðu trú á því að þeir gætu jafnað leikinn og ég hafði trú en að lenda 3-1 undir er nátturlega bara brekka á móti sterku liði og algjörlega óþarfi að koma okkur í hana." 

Valur lentu einum manni færri í upphafi síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu þriðja markið strax í kjölfarið úr aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Það var auðvitað högg. Við erum bara með það gott og reynslu mikið lið að við getum ekki boðið upp á það nýorðnir fleirri að vera hrinda mönnum í engri stöðu og gefa Gylfa aukaspyrnu þarna. Svona lítil atriði sem við erum stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslu mikið lið og við þurfum að bæta okkur í því. Við áttum aldrei að gefa þessa aukaspyrnu á móti okkur og það er mikill munur að staðan sé 3-1 eða 2-1. Við byrjuðum bara strax í brekku." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner