Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 06. maí 2024 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik 5.umferðar Bestu deildar karla í kvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli. Stórleikurinn stóð heldur betur undir sér en Blikarnir mega þó vera svekktir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Mikil vonbrigði að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og tapa. Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Hefðum átt að gera betur í þessum leik bæði í stöðinni  11-11 og 11 á móti 10." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum allt, það var karakter í liðinu og menn höfðu trú á því að þeir gætu jafnað leikinn og ég hafði trú en að lenda 3-1 undir er nátturlega bara brekka á móti sterku liði og algjörlega óþarfi að koma okkur í hana." 

Valur lentu einum manni færri í upphafi síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu þriðja markið strax í kjölfarið úr aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Það var auðvitað högg. Við erum bara með það gott og reynslu mikið lið að við getum ekki boðið upp á það nýorðnir fleirri að vera hrinda mönnum í engri stöðu og gefa Gylfa aukaspyrnu þarna. Svona lítil atriði sem við erum stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslu mikið lið og við þurfum að bæta okkur í því. Við áttum aldrei að gefa þessa aukaspyrnu á móti okkur og það er mikill munur að staðan sé 3-1 eða 2-1. Við byrjuðum bara strax í brekku." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner