Breiðablik tóku á móti Val í stórleik 5.umferðar Bestu deildar karla í kvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli. Stórleikurinn stóð heldur betur undir sér en Blikarnir mega þó vera svekktir.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 3 Valur
„Mikil vonbrigði að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og tapa. Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Hefðum átt að gera betur í þessum leik bæði í stöðinni 11-11 og 11 á móti 10." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Við gerðum allt, það var karakter í liðinu og menn höfðu trú á því að þeir gætu jafnað leikinn og ég hafði trú en að lenda 3-1 undir er nátturlega bara brekka á móti sterku liði og algjörlega óþarfi að koma okkur í hana."
Valur lentu einum manni færri í upphafi síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu þriðja markið strax í kjölfarið úr aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.
„Það var auðvitað högg. Við erum bara með það gott og reynslu mikið lið að við getum ekki boðið upp á það nýorðnir fleirri að vera hrinda mönnum í engri stöðu og gefa Gylfa aukaspyrnu þarna. Svona lítil atriði sem við erum stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslu mikið lið og við þurfum að bæta okkur í því. Við áttum aldrei að gefa þessa aukaspyrnu á móti okkur og það er mikill munur að staðan sé 3-1 eða 2-1. Við byrjuðum bara strax í brekku."
Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |