Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 06. maí 2024 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik 5.umferðar Bestu deildar karla í kvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli. Stórleikurinn stóð heldur betur undir sér en Blikarnir mega þó vera svekktir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Mikil vonbrigði að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og tapa. Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Hefðum átt að gera betur í þessum leik bæði í stöðinni  11-11 og 11 á móti 10." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum allt, það var karakter í liðinu og menn höfðu trú á því að þeir gætu jafnað leikinn og ég hafði trú en að lenda 3-1 undir er nátturlega bara brekka á móti sterku liði og algjörlega óþarfi að koma okkur í hana." 

Valur lentu einum manni færri í upphafi síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu þriðja markið strax í kjölfarið úr aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Það var auðvitað högg. Við erum bara með það gott og reynslu mikið lið að við getum ekki boðið upp á það nýorðnir fleirri að vera hrinda mönnum í engri stöðu og gefa Gylfa aukaspyrnu þarna. Svona lítil atriði sem við erum stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslu mikið lið og við þurfum að bæta okkur í því. Við áttum aldrei að gefa þessa aukaspyrnu á móti okkur og það er mikill munur að staðan sé 3-1 eða 2-1. Við byrjuðum bara strax í brekku." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner