West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
banner
   mán 06. maí 2024 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik 5.umferðar Bestu deildar karla í kvöld þegar síðasti leikur umferðarinnar fór fram á Kópavogsvelli. Stórleikurinn stóð heldur betur undir sér en Blikarnir mega þó vera svekktir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Mikil vonbrigði að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og tapa. Við eigum aldrei að fá á okkur þrjú mörk á heimavelli. Hefðum átt að gera betur í þessum leik bæði í stöðinni  11-11 og 11 á móti 10." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Við gerðum allt, það var karakter í liðinu og menn höfðu trú á því að þeir gætu jafnað leikinn og ég hafði trú en að lenda 3-1 undir er nátturlega bara brekka á móti sterku liði og algjörlega óþarfi að koma okkur í hana." 

Valur lentu einum manni færri í upphafi síðari hálfleiks en Valsmenn skoruðu þriðja markið strax í kjölfarið úr aukaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

„Það var auðvitað högg. Við erum bara með það gott og reynslu mikið lið að við getum ekki boðið upp á það nýorðnir fleirri að vera hrinda mönnum í engri stöðu og gefa Gylfa aukaspyrnu þarna. Svona lítil atriði sem við erum stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslu mikið lið og við þurfum að bæta okkur í því. Við áttum aldrei að gefa þessa aukaspyrnu á móti okkur og það er mikill munur að staðan sé 3-1 eða 2-1. Við byrjuðum bara strax í brekku." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner