Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Sagði Arnar 'fokking fáviti' við Ella Eiríks?
Erlendur gefur Arnari rauða spjaldið
Erlendur gefur Arnari rauða spjaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar gengur hér af velli
Arnar gengur hér af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var rekinn upp í stúku í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld en myndband fer nú eins og eldur um sinu á X þar sem hann virðist hreyta fúkyrðum í átt að Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

Snemma í síðari hálfleiknum var Adam Ægir Pálsson rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Adam Ægir sparkaði boltanum inn á þegar Breiðablik átti innkast og var í kjölfarið sýnt annað gula spjaldið.

Arnar trylltist á hliðarlínunni, sem endaði með því að Erlendur gekk upp að honum og lyfti upp rauða spjaldinu.

Þegar Erlendur snýr sér við sést Arnar láta eitthvað út úr sér við Erlend, en netverjar eru vissir um að hann hafi þarna sagt við Erlend að hann væri 'Fokking fáviti'.

Við ætlum að leyfa lesendum að dæma um það hvað það er nákvæmlega sem Arnar segir en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner