Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 19:33
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Olise fór illa með Casemiro
Mynd: Getty Images
Michael Olise, stjörnuleikmaður Crystal Palace, var að koma liðinu í 1-0 gegn Manchester United á Selhurst Park eftir magnaða takta.

Palace fékk sendingu á miðsvæðinu áður en hann hristi Christian Eriksen auðveldlega af sér.

Casemiro reyndi því næst að taka boltann af Olise en hann tók skemmtilega gabbhreyfingu og skildi Brasilíumanninn eftir í rykinu áður en hann hljóp að vítateignum og setti boltinn í hægra hornið.

Frábært mark hjá Olise sem var að gera sitt áttunda deildarmark á tímabilinu.

Sjáðu markið hjá Olise
Athugasemdir
banner
banner
banner