Chelsea hefur hafið viðræður við Shakhtar Donetsk um úkraínska miðjumanninn Georgiy Sudakov en þetta segir Daily Mail í dag.
Sudakov, sem er 21 árs gamall, er fastamaður á miðsvæðinu hjá Shakhtar og úkraínska landsliðinu.
Sergey Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar, staðfesti í mars að Sudakov myndi yfirgefa félagið í sumar, en Chelsea og mörg önnur stórlið í Evrópu hafa sýnt honum áhuga.
Daily Mail greinir frá því að Chelsea hafi þegar rætt við umboðsmann Sudakov og sé í viðræðum við Shakhtar um kaupverð en hann mun kosta í kringum 65 milljónir punda.
Hann yrði annar Úkraínumaðurinn í hópnum á eftir Mykhailo Mudryk, sem gekk einmitt í raðir félagsins frá Shakhtar á síðasta ári.
Athugasemdir