Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Man Utd gegn Palace: Vandræðaleg frammistaða Casemiro
Casemiro var ævintýralega slakur í kvöld
Casemiro var ævintýralega slakur í kvöld
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro átti eina slökustu frammistöðu tímabilsins hjá Manchester United í 4-0 tapinu gegn Crystal Palace í kvöld.

Casemiro hefur undanfarið þurft að leysa af í miðverði en það er alveg morgunljóst að hann hefur ekkert að gera í þeirri stöðu.

Hann fór í einhverju brjálæði út að miðsvæði í fyrsta markinu er Michael Olise fíflaði hann til, tapaði boltanum í fjórða markinu og var nálægt því að gefa frá sér annað mark undir lokin.

Goal sér um einkunnir United í kvöld, en Casemiro fær aðeins 2 í einkunn. Eriksen var afar slakur á miðsvæðinu og eru ágætis líkur á því að þeir þurfi að pakka í töskur og fara í sumar.

Einkunnir Man Utd: Onana (4), Dalot (3), Casemiro (2), Evans (3), Wan-BIssaka (3), Mainoo (4), Eriksen (3), Antony (3), Mount (3), Garnacho (4), Höjlund (4).
Varamenn: Amrabat (4).
Athugasemdir
banner
banner