Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mán 06. maí 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Hrikalega sáttur með sigurinn. Þetta var erfitt og varð nátturlega miklu erfiðara þegar þú ert einum færri." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. 

„Ég veit ekki hvort það séu búnar fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik. Þessi völlur er alveg nógu erfitt að koma hingað og sækja sigur 11 á móti 11 og vera einum færri  í svona langan tíma og skapa okkur helling af færum í stöðunni 10 á móti 11, það finnst mér rosalega vel gert hjá þeim." 

Valur missti Adam Ægi Pálsson útaf með rautt snemma í seinni hálfleik og Arnar Grétarsson fékk svo sjálfur rautt í kjölfarið. 

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þar með þennan bolta en svo er það bara þannig að þjálfarar Breiðabliks eru að biðja um gult spjald á hann og eru mjög aggresívir úti á hliðarlínu."

„Fyrir það fyrsta má bara einn standa úti á línu en ekki tveir eða þrír. Þeir voru mjög aggresívir og svo voru einhver orðaskipti og hann svarar þeim eitthvað og fyrir það fær hann gult spjald, fyrir að svara einhverju þegar þeir biðja um gult spjald á hann. Fyrir það fyrsta finnst mér það mjög dapurt hjá þeim og svo að þeir skuli gefa honum gult spjald fyrir það að hann sé eitthvað að svara pínku pons að mér finnst þetta vera komið út í algjöra þvælu." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner