Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 06. maí 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Hrikalega sáttur með sigurinn. Þetta var erfitt og varð nátturlega miklu erfiðara þegar þú ert einum færri." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. 

„Ég veit ekki hvort það séu búnar fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik. Þessi völlur er alveg nógu erfitt að koma hingað og sækja sigur 11 á móti 11 og vera einum færri  í svona langan tíma og skapa okkur helling af færum í stöðunni 10 á móti 11, það finnst mér rosalega vel gert hjá þeim." 

Valur missti Adam Ægi Pálsson útaf með rautt snemma í seinni hálfleik og Arnar Grétarsson fékk svo sjálfur rautt í kjölfarið. 

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þar með þennan bolta en svo er það bara þannig að þjálfarar Breiðabliks eru að biðja um gult spjald á hann og eru mjög aggresívir úti á hliðarlínu."

„Fyrir það fyrsta má bara einn standa úti á línu en ekki tveir eða þrír. Þeir voru mjög aggresívir og svo voru einhver orðaskipti og hann svarar þeim eitthvað og fyrir það fær hann gult spjald, fyrir að svara einhverju þegar þeir biðja um gult spjald á hann. Fyrir það fyrsta finnst mér það mjög dapurt hjá þeim og svo að þeir skuli gefa honum gult spjald fyrir það að hann sé eitthvað að svara pínku pons að mér finnst þetta vera komið út í algjöra þvælu." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir