Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 06. maí 2024 22:39
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn gerðu sér góða ferð í Kópavoginn þar sem þeir mættu Breiðablik í lokaleik 5.umferðar Bestu deildar karla. Um var að ræða stórleik umferðarinnar og hann svo sannarlega brást ekki.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Hrikalega sáttur með sigurinn. Þetta var erfitt og varð nátturlega miklu erfiðara þegar þú ert einum færri." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld. 

„Ég veit ekki hvort það séu búnar fjórar eða fimm mínútur í seinni hálfleik. Þessi völlur er alveg nógu erfitt að koma hingað og sækja sigur 11 á móti 11 og vera einum færri  í svona langan tíma og skapa okkur helling af færum í stöðunni 10 á móti 11, það finnst mér rosalega vel gert hjá þeim." 

Valur missti Adam Ægi Pálsson útaf með rautt snemma í seinni hálfleik og Arnar Grétarsson fékk svo sjálfur rautt í kjölfarið. 

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist þar með þennan bolta en svo er það bara þannig að þjálfarar Breiðabliks eru að biðja um gult spjald á hann og eru mjög aggresívir úti á hliðarlínu."

„Fyrir það fyrsta má bara einn standa úti á línu en ekki tveir eða þrír. Þeir voru mjög aggresívir og svo voru einhver orðaskipti og hann svarar þeim eitthvað og fyrir það fær hann gult spjald, fyrir að svara einhverju þegar þeir biðja um gult spjald á hann. Fyrir það fyrsta finnst mér það mjög dapurt hjá þeim og svo að þeir skuli gefa honum gult spjald fyrir það að hann sé eitthvað að svara pínku pons að mér finnst þetta vera komið út í algjöra þvælu." 

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner