Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   mán 06. maí 2024 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búin að bíða eftir þessum leik í sex mánuði. ÍR er sýnd veiði en ekki gefin. Þær komu á óvart í vetur með mörgum góðum úrslitum," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

„Við gefum þeim 1-0 forskot í forgjöf en viðbrögð liðsins við því voru geggjuð. Það var algjör sýning hjá þeim frá 15. mínútu fram í hálfleik."

ÍR náði forystunni snemma en Gareth Owen, markvarðarþjálfari Fram, róaði taugarnar hjá Óskari. „Gareth sagði strax við mig: 'Það eru 85 mínútur eftir af leiknum og sóknarliðið okkar er frábært. Slakaðu bara á'."

Murielle Tiernan skoraði þrennu í fyrsta deildarleiknum sínum með Fram og Alda Ólafsdóttir, sem var markahæst í 2. deild í fyrra, gerði tvö mörk. Þær mynda afar sterkt teymi fremst á vellinum.

„Þetta snýst ekki bara um þær samt. Við þurfum að koma þeim í stöðurnar og koma þeim fyrir framan markið. Auðvitað eru þær frábærar og þær eru báðar tvær búnar að vera frábærar frá degi eitt. Samvinna þeirra er frábær. En þær geta ekkert gert þetta nema aðrir leikmenn á vellinum komi þeim í stöðurnar sem þær vilja komast í. Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott og stóð sig virkilega vel í dag."

„Við vitum það alveg að það hræðast öll lið þessa sentera mína. Eðlilega. En þetta snýst um fleira en þær og þær vita það."

Þetta var afar sterk yfirlýsing fyrir Fram inn í mótið.

„Við ætluðum að byrja með látum á okkar heimavelli. Svo fáum við Selfoss í heimsókn og þá verður vonandi það sama upp á teningunum," sagði Óskar Smári en Fram er klárlega með lið sem getur farið upp. „Einu kröfurnar sem ég fæ frá félaginu er að gera hlutina vel og sinna minni vinnu. Auðvitað hefur þetta gerst hratt og uppgangur kvennaliðsins er mikill. Það hefur enginn sett kröfu á mig að fara upp um deild. Einu kröfurnar sem fólk setur er að þetta sé skemmtilegt og það sé verið að gera eitthvað til framtíðar."

„Við erum með markmið á okkur sjálf. Kröfurnar sem sem við setjum á okkur sjálf er að vinna hvern einasta leik. Hvert lið sem er gott setur kröfu á sig að vinna fótboltaleiki. Við erum hægt og rólega að taka skref og skref. Deildin er mjög góð."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner