Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 06. maí 2024 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Kvenaboltinn
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búin að bíða eftir þessum leik í sex mánuði. ÍR er sýnd veiði en ekki gefin. Þær komu á óvart í vetur með mörgum góðum úrslitum," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

„Við gefum þeim 1-0 forskot í forgjöf en viðbrögð liðsins við því voru geggjuð. Það var algjör sýning hjá þeim frá 15. mínútu fram í hálfleik."

ÍR náði forystunni snemma en Gareth Owen, markvarðarþjálfari Fram, róaði taugarnar hjá Óskari. „Gareth sagði strax við mig: 'Það eru 85 mínútur eftir af leiknum og sóknarliðið okkar er frábært. Slakaðu bara á'."

Murielle Tiernan skoraði þrennu í fyrsta deildarleiknum sínum með Fram og Alda Ólafsdóttir, sem var markahæst í 2. deild í fyrra, gerði tvö mörk. Þær mynda afar sterkt teymi fremst á vellinum.

„Þetta snýst ekki bara um þær samt. Við þurfum að koma þeim í stöðurnar og koma þeim fyrir framan markið. Auðvitað eru þær frábærar og þær eru báðar tvær búnar að vera frábærar frá degi eitt. Samvinna þeirra er frábær. En þær geta ekkert gert þetta nema aðrir leikmenn á vellinum komi þeim í stöðurnar sem þær vilja komast í. Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott og stóð sig virkilega vel í dag."

„Við vitum það alveg að það hræðast öll lið þessa sentera mína. Eðlilega. En þetta snýst um fleira en þær og þær vita það."

Þetta var afar sterk yfirlýsing fyrir Fram inn í mótið.

„Við ætluðum að byrja með látum á okkar heimavelli. Svo fáum við Selfoss í heimsókn og þá verður vonandi það sama upp á teningunum," sagði Óskar Smári en Fram er klárlega með lið sem getur farið upp. „Einu kröfurnar sem ég fæ frá félaginu er að gera hlutina vel og sinna minni vinnu. Auðvitað hefur þetta gerst hratt og uppgangur kvennaliðsins er mikill. Það hefur enginn sett kröfu á mig að fara upp um deild. Einu kröfurnar sem fólk setur er að þetta sé skemmtilegt og það sé verið að gera eitthvað til framtíðar."

„Við erum með markmið á okkur sjálf. Kröfurnar sem sem við setjum á okkur sjálf er að vinna hvern einasta leik. Hvert lið sem er gott setur kröfu á sig að vinna fótboltaleiki. Við erum hægt og rólega að taka skref og skref. Deildin er mjög góð."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner