Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 06. maí 2024 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Kvenaboltinn
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Óskar Smári var skælbrosandi eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Fram skoraði átta mörk í fyrsta leik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búin að bíða eftir þessum leik í sex mánuði. ÍR er sýnd veiði en ekki gefin. Þær komu á óvart í vetur með mörgum góðum úrslitum," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

„Við gefum þeim 1-0 forskot í forgjöf en viðbrögð liðsins við því voru geggjuð. Það var algjör sýning hjá þeim frá 15. mínútu fram í hálfleik."

ÍR náði forystunni snemma en Gareth Owen, markvarðarþjálfari Fram, róaði taugarnar hjá Óskari. „Gareth sagði strax við mig: 'Það eru 85 mínútur eftir af leiknum og sóknarliðið okkar er frábært. Slakaðu bara á'."

Murielle Tiernan skoraði þrennu í fyrsta deildarleiknum sínum með Fram og Alda Ólafsdóttir, sem var markahæst í 2. deild í fyrra, gerði tvö mörk. Þær mynda afar sterkt teymi fremst á vellinum.

„Þetta snýst ekki bara um þær samt. Við þurfum að koma þeim í stöðurnar og koma þeim fyrir framan markið. Auðvitað eru þær frábærar og þær eru báðar tvær búnar að vera frábærar frá degi eitt. Samvinna þeirra er frábær. En þær geta ekkert gert þetta nema aðrir leikmenn á vellinum komi þeim í stöðurnar sem þær vilja komast í. Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott og stóð sig virkilega vel í dag."

„Við vitum það alveg að það hræðast öll lið þessa sentera mína. Eðlilega. En þetta snýst um fleira en þær og þær vita það."

Þetta var afar sterk yfirlýsing fyrir Fram inn í mótið.

„Við ætluðum að byrja með látum á okkar heimavelli. Svo fáum við Selfoss í heimsókn og þá verður vonandi það sama upp á teningunum," sagði Óskar Smári en Fram er klárlega með lið sem getur farið upp. „Einu kröfurnar sem ég fæ frá félaginu er að gera hlutina vel og sinna minni vinnu. Auðvitað hefur þetta gerst hratt og uppgangur kvennaliðsins er mikill. Það hefur enginn sett kröfu á mig að fara upp um deild. Einu kröfurnar sem fólk setur er að þetta sé skemmtilegt og það sé verið að gera eitthvað til framtíðar."

„Við erum með markmið á okkur sjálf. Kröfurnar sem sem við setjum á okkur sjálf er að vinna hvern einasta leik. Hvert lið sem er gott setur kröfu á sig að vinna fótboltaleiki. Við erum hægt og rólega að taka skref og skref. Deildin er mjög góð."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner