Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. október 2021 11:57
Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær í Víking (Staðfest)
Birnir snær Ingason fer úr þverröndóttu hjá HK yfir í röndótt í Víkinni.
Birnir snær Ingason fer úr þverröndóttu hjá HK yfir í röndótt í Víkinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Víkings frá HK en þetta var staðfest á fréttamannafundi Víkinga núna í hádeginu. Hann semur út árið 2023.

Birnir Snær er 25 ára gamall og hefur verið orðaður við Víkinga undanfarna mánuði. Félögin áttu þó eftir að ná saman en það hefur tekist núna.

Hann hóf feril sinn með uppeldisfélagi sínu Fjölni árið 2015 en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019. Hann færði sig svo til HK á miðju tímabili það sumarið. Með HK hefur hann spilað 47 leiki í Pepsi Max-deildinni og skorað í þeim 12 mörk.

Birnir Snær hefur í heildina spilað 138 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 29 mörk.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Víkingur fær til liðs við sig núna í haust. Áður höfðu komið Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki og Kyle McLaghan frá Fram.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen leggja skóna á hilluna eftir bikarúrslitaleikinn við ÍA á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner