Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. nóvember 2019 23:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander og McAusland í Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Njarðvík
Njarðvík bætti í kvöld tveimur öflugum leikmönnum við leikmannahóp sinn.

Marc McAusland, sem er 31 árs gamall Skoti, verður spilandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur. Hann hefur leikið hér á landi frá 2016, með Keflavík og nú síðast með Grindavík í Pepsi Max-deildinni.

Hann mun aðstoða Mikael Nikulásson sem tók við Njarðvík í síðasta mánuði.

Alexander Magnússon er 30 ára gamall uppalinn leikmaður hjá Njarðvík og á hann 51 leik með meistarflokki liðsins á árunum 2007 til 2009. Hann hefur undanfarin tvö sumur leikið með Kórdrengjum.

Ásamt því að spila mun Alexander sjá um styrktarþjálfun fyrir meistara og 2. flokk deildarinnar.

„Það er ljóst að um hvalreka er að ræða fyrir félagið og bindum við miklar vonir við þá félaga. Það er með stolti sem við bjóðum Marc og Alexander velkomna í Njarðvík," sagði Árni Þór Ármannsson, formaður deildarinnar, eftir að samningar voru undirritaðir.

Njarðvík mun spila í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

Sjá einnig:
Atli Freyr fyrsti leikmaðurinn sem Njarðvík fær (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner