Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. desember 2022 08:05
Fótbolti.net
Leiknir og ÍR spila Hlynsleikinn í kvöld
Leikurinn hefst klukkan 20 í Egilshöll.
Leikurinn hefst klukkan 20 í Egilshöll.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í kvöld, fimmtudaginn 15. desember, fer fram hinn árlegi minningarleikur um ÍR-inginn Hlyn Þór Sigurðsson sem kvaddi þennan heim á fótboltaæfingu með ÍR árið 2009, þá 18 ára gamall.

Það eru nágrannafélögin ÍR og Leiknir sem leika þennan leik að vanda og verður spilað í Egilshöll að þessu sinni. Flautað verður til leiks klukkan 20.

Frítt er á völlinn en gestum og gangandi er frjálst að styrkja minningarsjóð Hlyns meðan á leik stendur.

Leiknismenn léku í Bestu deildinni á liðnu tímabili en enduðu í neðsta sæti. ÍR-ingar leika í 2. deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner