Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. janúar 2020 14:06
Magnús Már Einarsson
Rostov og Apoel ennþá í viðræðum um Björn Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Apoel á Kýpur er ennþá í viðræðum við rússneska félagið Rostov um að fá framherjann Björn Bergmann Sigurðarson í sínar raðir.

Fjölmiðlar á Kýpur sögðu frá því um síðustu helgi að Björn Bergmann væri á leið í raðir Apoel.

Félagaskiptin hafa ekki ennþá fengist staðfest en samkvæmt heimildum Fótbolta.net standa viðræður ennþá yfir á milli félaganna.

APOEL er ríkjandi meistari á Kýpur, þeir sitja í 3. sæti sem stendur fjórum stigum frá toppsætinu.

Björn Bergmann hefur frá árinu 2018 spilað með Rostov í Rússlandi.
Þessi 29 ára gamli framherji hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner