Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   fim 16. febrúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: „Eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund"
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net: Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net: Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
149 þingfulltrúar mættu á árþsing KSÍ um síðustu helgi.
149 þingfulltrúar mættu á árþsing KSÍ um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir ársþing KSÍ í vikunni hafa kröftugar umræður farið fram um það hvort breyta eigi atkvæðisrétti félaga á þinginu. Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, sagði meðal annars að félög í neðri deildunum sem hafa ekki yngri flokka eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ.

Sjá einnig:
Vill að ákveðin félög í neðri deildum fái ekki atkvæðisrétt
Lárus: Viðar talar á niðrandi hátt og af töluverðri vanþekkingu
Hagsmunasamtök neðrideildarfélaga senda yfirlýsingu

Málið var til umræðu í sjónvarpsþætti Fótbolta.net en gestir vikunnar þar voru Baldur Sigurðsson, Hjörtur Hjartarson og Óli Stefán Flóventsson.

„Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Mér fannst þetta viðtal við Viðar vera frekar hlægilegt. Þetta er lýðræði og þetta er fyrirkomulag sem hefur verið til staðar," sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður Stjörnunnar, en hann var á meðal gesta í þættinum.

„Að sjálfsögðu á 4. deildin að vera með í þessari kosningu. Þú spilar eftir reglunum sem eru í gangi hverju sinni. Allir vissu að svona var atkvæðisskiptingin. Þeirra frambjóðandi tapaði og síðan kemur hann í viðtal, þetta var eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund Framsóknarflokksins þegar hann sagði að það hefði komið rútur af mönnum sem hann hefði ekki séð áður. Þetta var svipað. Það vissu allir hvernig reglurnar eru og þú spilar eftir þeim."

Hjörtur og Óli telja að það megi skoða einhverskonar breytingar á reglunum. „Það eiga allir að hafa atkvæðisrétt sem eru inni í KSÍ. Svo er spurning hvort félög sem eru með yngri flokka starf og meistaraflokkslið karla og kvenna eigi að vera með meira vægi. Kannski ættu þau félög að fá fimm atkvæði," sagði Óli Stefán.

„Það er allt í lagi að skoða þetta aðeins. Liðin í efstu deild hafa 48 atkvæði samtals og síðan er restin í deildunum fyrir neðan. Neðri deildarliðin áttuðu sig á því að sameinuð gætu þau haft áhrif og þau höfðu sín áhrif með að Guðni vann. Hann var þeirra frambjóðandi," sagði Hjörtur.

„Á lið, sem er 15-20 strákar, að leika sér í 4. deild, að hafa áhrif á stefnu á KSÍ? Strákar sem hafa engra hagsmuna að gæta og er nánast eins og eitthvað fyrirtækjalið sem hittist í hádeginu í fótbolta. Ég er ekki sammála því að taka af þeim atkvæðisréttinn en mér finnst valid punktur að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að hafa svona mikil áhrif," bætti Hjörtur við.

Hér að ofan má horfa á umræðuna í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner