Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 16. mars 2023 18:00
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Ekki séns að við föllum ef menn hlaupa og berjast
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Mynd: EPA
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að það sé ekki séns að liðið falli ef leikmenn hans halda áfram að hlaupa og berjast.

Leicester er markatölunni frá fallsætunum og hefur tapað síðustu fimm leikjum.

Liðið ferðast til Brentford á laugardaginn en Thomas Frank og hans menn eru í Evrópubaráttu.

„Ég hef verið mjög hrifinn af Ivan Toney og liðinu. Þeir eru með hungrið og gera grunnatriðin svo vel," segir Rodgers sem hrósaði Brentford áður en hann tjáð sig um sitt lið.

„Þó okkur hafi ekki gengið vel að undanförnu þá get ég ekki kvartað yfir framlagi leikmanna. Þeir hafa lagt sig alla fram. Það sem er pirrandi er þegar menn gleyma sér og við erum ekki í réttum stöðum. Þá er okkur refsað."

„Þetta lið hefur áður komist í gegnum erfiða kafla, menn þurfa að halda jákvæðninni. Þetta snýst um að berjast, hlaupa, vinna og halda skipulagi. Ef þú lágmarkar mistök þá áttu tækifæri á að ná jákvæðum úrslitum."

„Okkar markmið núna er ljóst, tryggja það að við fáum nægilega mörg stig til að halda okkur í deildinni. Við höfum ekki verið með nægilega mikinn stöðugleika, við þurfum að halda einbeitingu og vera skýrir í því sem við ætlum okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner