Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. apríl 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Ef Vestraleikurinn vinnst ekki held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport, telur að pressa gæti myndast á Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir þriðju umferð Bestu deildarinnar.

KA tapaði fyrir FH um síðustu helgi eftir að hafa gert jafntefli við HK í fyrstu umferð en báðir leikirnir voru á heimavelli Akureyrarliðsins.

KA á aftur heimaleik um næstu helgi, þá gegn nýliðum Vestra sem eru stigalausir.

„Frammistaðan var ekki spes (gegn FH). Ef við tökum KA-liðið, við verðum að taka úrslitakeppnina í fyrra úr menginu því hjá KA snýst þetta um að komast í efra skiltið. Ef við tökum þessa 22 leiki í fyrra og þessa tvo leiki sem eru búnir núna þá eru þetta átta sigrar, sex jafntefli og tíu töp," segir Albert.

„Ef Vestraleikurinn vinnst ekki held ég að það sé komin pressa á Hallgrím. Ég veit ekki hvort Hallgrímur sé að ná til leikmanna, menn eru fljótir að fara inn í skelina og svekkja sig."

Í þættinum talaði Lárus Orri Sigurðsson um að miðjumaðurinn Rodri hafi átt mjög slakan leik gegn FH og gestirnir stýrt miðsvæðinu. Aldurinn virðist vera farinn að segja rækilega til sín hjá Rodri.

„Hann hefur verið máttarstólpi í þessu liði undanfarin ár. Hann hefði stjórnað svona leik einn og sér fyrir tveimur árum síðan, hann var einn besti djúpi miðjumaður deildarinnar en hann átti mjög erfiðan dag," segir Lárus.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner