Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 FH
„Við töpum í hörku fótboltaleik, jafn og opinn leikur, fimm mörk og hefðu sannarlega geta verið fleiri. Ég er svekktur með tapið og svekktur að fá þrjú mörk á okkur á heimavelli," sagði Haddi.
Haddi var gríðarlega svekktur með varnarleik liðsins.
„Planið virkaði allavega ekki varnarlega. Við gefum of einföld mörk. Við byrjum flott síðan taka þeir aðeins yfir. Við sköpuðum nóg til að vinna á heimavelli, skutum í slá, klúðrum dauðafæri í lokin, skorum tvö mörk en að fá á sig þrjú mörk er eitthvað sem við viljum vera þekktir fyrir," sagði Haddi.
„Við jöfnum í byrjun seinni hálfleiks og það er móment með okkur. Erum að sækja og sækja en svo kemur mark eiginlega úr engu. Það var smá högg en við héldum áfram og sköpum dauðafæri og hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum leik. Það breytir því ekki að við þurfum að gera betur varnarlega sem lið."