Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   mið 16. apríl 2025 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Aron hélt þrumuræðu fyrir leik - „Vildi gera strákunum grein fyrir því að þetta er ekkert sjálfsagt"
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir.
Sölvi Geir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar byrjuðu frábærlega gegn KA og voru komnir í 3-0 eftir 24 mínútur. Þeir eru með fullt hús og markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni.
Víkingar byrjuðu frábærlega gegn KA og voru komnir í 3-0 eftir 24 mínútur. Þeir eru með fullt hús og markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leikina í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson hélt peppræðu fyrir liðsfélaga sína áður en þeir gengu út á völl og mættu KA á sunnudagskvöldið.

Aron gat sjálfur ekki spilað vegna hnémeiðsla en ljóst er að hann mun ekkert spila í sumar. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, sagði frá ræðunni í viðtali við Fótbolta.net eftir síðasta leik. Sölvi var svo spurður i dag nánar út í síðasta leik, byrjunina á mótinu og svo Aron og nýtt hlutverk hans.

„Ég var sérstaklega ánægður með hvað við stjórnuðum leiknum vel, krafturinn sem við byrjuðum leikinn með. Ég vil meina að þrumuræðan hans Arons (hafi haft sitt að segja). Ég bað Aron um að taka smá pepp fyrir strákana og hann heldur betur skilaði góðu verki þar. Við byrjuðum rosalega vel, kraftmiklir og hátt orkustig sem við leggjum mikla áherslu á að vera með í leikjunum. Við komum okkur í frábæra stöðu strax í byrjun leiks. Ég var ánægður með hvernig við stjórnuðum leiknum, sættum okkur stundum við að vera án boltans og stjórnuðum leiknum án boltans. Mér fannst við gera að vel að temja okkur og kyngja stundum stoltinu. Við gáfum KA aldrei neitt færi á að koma sér inn í leikinn, eiginleg drápum leikinn eftir 2/3-0 stöðuna."

„Á móti ÍBV komumst við í flottar stöður og fengum mikið af færum, boltinn fór bara ekki inn. Á móti liðum sem falla til baka þá er svo mikilvægt að koma inn fyrsta markinu. Liðin þurfa þá aðeins að opna sig og hægt að spila með aðeins meiri ró."

„Ákveðnin, hjartað og liðsheildin, ég er mjög ánægður með það. Það er sama hvert ég horfi, það á enginn skilið að vera á bekknum, enginn sem á skilið að vera tekinn úr liðinu, ég get ekki nefnt eina slaka frammistöðu hjá leikmönnum mínum í þessum fyrstu tveimur leikjum. Ég er sáttur við hvernig þeir ýta við hver öðrum og halda standardinum bæði í leikjum og á æfingum."


Hver var hugsunin á bakvið það að Aron hélt ræðu fyrir leik? Fannstu að það væri gott fyrir bæði hann og ykkur að hann færi í það hlutverk?

„Aron mun þjóna stóru hlutverki hérna þótt hann sé ekki að spila, hann vill liðinu rosalega vel, er mikill Víkingur og mun vera mikilvægur partur af liðinu í sumar. Ég vildi gera strákunum grein fyrir því að þetta er ekkert sjálfsagt að vera byrja leikina og spila fótbolta. Ég vildi að Aron myndi koma því til skila að menn nýti hvern einasta leik til þess að gefa allt í þetta, því þú veist aldrei eins og t.d. með Aron sem er ekki að fara spila neitt í sumar. Mér fannst bara gott að hann sem vill svo mikið gefa til liðsins myndi gera þetta, þetta er hans leið til að gefa til liðsins, og þetta kveikir undir hjá strákunum að sýna að þetta sé ekkert sjálfgefið," segir Sölvi.

Næsti leikur Víkings er bikarleikur gegn ÍBV sem fram fer í Vestmannaeyjum á morgun.
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Athugasemdir
banner
banner