Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 13. apríl 2025 22:08
Kári Snorrason
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Sölvi var ánægður með frammistöðu Víkings.
Sölvi var ánægður með frammistöðu Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sannfærandi 4-0 sigur á KA fyrr í kvöld. Sölvi Geir var vægast sagt ánægður með sína menn þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

„Ég hefði ekki getað beðið um meira. Orkustigið, fljótir að færa boltann og góðir að búa til svæði fyrir hvorn annan. Við vorum algjörir killers þegar kom að því að nýta stöðurnar sem við fengum.

„Þetta var mjög flott frammistaða hjá strákunum. Eini mínusinn er að Valdimar fór útaf vegna meiðsla."
„Það er of snemmt fyrir mig að segja hvort að þetta sé alvarlegt eða ekki. Ég vona ekki en við þurfum að sjá hvað sjúkraþjálfararnir segja."

Aron Elís tekur að sér nýtt hlutverk eftir krossbandslitin.

„Aron Elís var með þrumuræðu fyrir leik og peppaði þá heldur betur upp. Sú ræða heldur betur skilaði sér.
Aron mun klárlega vera með stórt hlutverk í hópnum hann er með hjarta sem slær fyrir Víking. Það er ekki spurning að hann muni spila stórt hlutverk utan vallar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner