Víkingur vann sannfærandi 4-0 sigur á KA fyrr í kvöld. Sölvi Geir var vægast sagt ánægður með sína menn þegar hann mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
„Ég hefði ekki getað beðið um meira. Orkustigið, fljótir að færa boltann og góðir að búa til svæði fyrir hvorn annan. Við vorum algjörir killers þegar kom að því að nýta stöðurnar sem við fengum.
„Þetta var mjög flott frammistaða hjá strákunum. Eini mínusinn er að Valdimar fór útaf vegna meiðsla."
„Það er of snemmt fyrir mig að segja hvort að þetta sé alvarlegt eða ekki. Ég vona ekki en við þurfum að sjá hvað sjúkraþjálfararnir segja."
Aron Elís tekur að sér nýtt hlutverk eftir krossbandslitin.
„Aron Elís var með þrumuræðu fyrir leik og peppaði þá heldur betur upp. Sú ræða heldur betur skilaði sér.
Aron mun klárlega vera með stórt hlutverk í hópnum hann er með hjarta sem slær fyrir Víking. Það er ekki spurning að hann muni spila stórt hlutverk utan vallar."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir