Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 16. maí 2021 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu markið sem allir eru að tala um: Sögulegt mark Alisson
Mynd: EPA
Liverpool fékk hetju úr óvæntu átt gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var 1-1 þegar í uppbótartímann var komið en í uppbótartímanum skoraði markvörðurinn Alisson sigurmark Liverpool.

Trent Alexander-Arnold tók hornspyrnu sem Alisson skallaði í markið. Hann er fyrsti markvörðurinn til að skora mark fyrir Liverpool í keppnisleik frá því félagið var stofnað 1892.

Þetta er gríðarlega mikilvægt mark því Liverpool er núna bara einu stigi frá Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Hér að neðan má sjá markið sem allir eru að tala um úr útsendingu Síminn Sport.


Athugasemdir
banner
banner